Ráðgjöf, stuðningur og meðferð við persónulegum vanda til að bæta líðan og samskipti
Fyrir einstaklinga, hjón, pör og fjölskyldur.
Katrín G. Alfreðsdóttir
Þjónustan
Einstaklingsráðgjöf
Hjá Vegvísi ráðgjöf er veittur stuðningur, ráðgjöf og meðferð við persónulegum vanda þar sem þörfum hvers og eins er mætt.
Ráðgjöf vegna áfengis- og vímuefnavanda
Áhersla er á að veita stuðning og ráðgjöf til að draga úr skaða sem áfengi og vímuefni geta valdið.
Fjölskylduráðgjöf
Leiðarljós meðferðarinnar er velferð fjölskyldunnar og möguleikinn á að hámarka lífsgæði hennar.
Katrín G. Alfreðsdóttir - Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Katrín er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og hefur unnið með einstaklinga, pör og fjölskyldur sem glímt hafa við persónulegan- félagslegan- og/ eða samskiptavanda. Katrín hefur lagt áherslu á að vinna með afleiðingar áfalla og reynslu og upplifanir úr æsku sem mögulega geta haft áhrif á hegðun, viðbrögð og samskipti fólks á fullorðinsárum. Katrín hefur mikla þekkingu á fíkn og þeim vanda sem getur fylgt fíkninni bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
- Einstaklingsráðgjöf
- Ráðgjöf vegna áfengis- og vímuefnavanda
- Fjölskylduráðgjöf
- Afeiðingar áfalla á einstaklinga
- Afleiðingar ofbeldis á einstaklinga
- EMDR áfallameðferð