Þjónustan

Markmið þjónustunnar

Markmið þjónustunnar er að efla félagslega og persónulega styrkleika einstaklinga og fjölskyldna sem leita eftir aðstoð. Það er gert með því að bjóða upp á  fjölþætta þjónustu sem felur í sér ráðgjöf, stuðningsviðtöl, meðferð og fræðslu.  Í boði er einstaklingsmeðferð, hjóna- og parameðferð og fjölskyldumeðferð. Einstaklingar og fjölskyldur geta leitað til Vegvísis ráðgjafaþjónustu og óskað eftir stuðningi og ráðgjöf vegna samskiptavanda, hegðunarvanda, áfengis og vímuefna meðal annars.  Einnig verður boðið upp á  ráðgjöf og fræðslu fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Þegar glímt er við persónulegan eða félagslegan vanda er engin ein lausn  til, því þarf að sníða stuðning og meðferð að þörfum hvers og eins. Áhersla er lögð á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga og fjölskyldna. Hjóna,- parameðferð og fjölskyldumeðferð er  sérsniðin til að bæta samskipti og efla hjón, pör og fjölskyldur í því að takast á við þær áskoranir sem þau mæta á lífsleiðinni og ná þeim markmiðum sem þau hafa sett sér með meðferðinni.

Einstaklingsráðgjöf

Hjá Vegvísi ráðgjöf er veittur stuðningur, ráðgjöf og meðferð við persónulegum vanda þar sem þörfum hvers og eins er mætt.

Fjölskylduráðgjöf

Leiðarljós meðferðarinnar er velferð fjölskyldunnar og möguleikinn á að hámarka lífsgæði hennar.

Áfengis- og vímuefnavandi

Áhersla er á að veita stuðning og ráðgjöf til að draga úr skaða sem áfengi og vímuefni geta valdið.

EMDR meðferð

EMDR meðferð vinnur að því að losa um erfiðar fastar minningar og upplifanir sem hafa áhrif á einstaklinginn.

Lausnamiðuð skammtímameðferð

Áhersla er lögð á að sjá lausnir og jákvæðar breytingar í stað vanda og hindrana.

Námskeið og hópastarf

Hjá Vegvísi ráðgjöf er boðið upp á námskeið  fyrir konur sem glímt hafa við vímuefnavanda og afleiðingar áfalla og ofbeldis.

Skaðaminnkandi nálgun

Skaðaminnkandi nálgun eða Harm reduction er stefna og hugmyndafræði sem notuð er ásamt öðrum úrræðum við íhlutun og þjónustu með virkum áfengis- og vímuefnaneytendum. Áhersla er lögð á að hvetja einstaklinga til að halda lífi, viðhalda heilsu og bæta heilsufar sitt.

Hugmyndafræðin á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1970 í Hollandi þar sem hún var fyrst kynnt sem forvörn og aðferð til að draga úr hættu á lifrarbólgusmiti og HIV- smiti hjá þeim sem nota vímuefni í æð.

Kenningar

Unnið er út frá kenningum um Skaðaminnkun (e. harm reduction) Lausnarmiðaðri nálgun (e. Solution focused brief therapy) og fjölskyldumeðferðarkenningum.