Fróðleikur
Vegvísir
Vegvísir er íslenskur galdrastafur ætlaður til að varna því að röng leið sé valin á ferðalagi. Sá sem hefur vegvísinn meðferðis mun ekki villast í roki eða vonskuveðri þrátt fyrir að hann ferðist um ókunnar slóðir.
Galdrastafir geta verið táknrænir á annan hátt en í sinni beinu merkingu. Þó eiginleg merking hafi vísun í náttúruöfl geta þeir ekki síður verið ætlaðir til að hjálpa viðkomandi að öðlast andlegan styrk.
Vegvísirinn er dæmi um þetta því hann má ekki einungis nýta til að rata rétta leið í vonskuveðri heldur einnig til að vísa veginn þangað sem hugurinn stefnir. Vegvísirinn getur komið í veg fyrir að utanaðkomandi áhrifaþættir villi um fyrir fólki og hindri það í að taka rétta stefnu í lífinu til að ná markmiði sínu.
Kostnaður
Hvert viðtal er 1 klukkustund og kostar 18.000 kr. Ef óskað er eftir lengra viðtali þá er það í boði og eykst kostnaðurinn í hlutfalli við lengd viðtalsins.
Forfallagjald er 9000 krónur ef viðtal er ekki afbókað með 12 klukkustunda fyrirvara. Krafa vegna þess verður send í heimabanka.
Meðferð persónuupplýsinga og trúnaður
Sem félagsráðgjafi mun ég uppfylla og mæta þeim réttindum sem skjólstæðingar eiga samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997.
Áhersla er lögð á trúnað við notendur þjónustunnar við öflun og meðferð persónuupplýsinga.
Farið er eftir lögum um félagsráðgjöf nr. 95/1990, siðareglum félagsráðgjafa, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.
Félagsráðgjöf
Frá upphafi félagsráðgjafar hefur heildarsýn verið leiðarljós félagsráðgjafans og kjarninn í allri vinnu hans. Hugmyndafræðin sem liggur að baki heildarsýnar er að hver og einn einstaklingur sé sérstakur og horfa verður á hann í samhengi við umhverfi hans.
Grundvöllur félagsráðgjafar er mannvirðing og virðing fyrir sérstöðu hvers einstakling og trúin á að hver og einn búi yfir hæfilelikum sem hann getur nýtt sér til fulls.
Félagsráðgjafar vinna gegn félagslegu óréttlæti og vinna að lausnum á persónulegum og félagslegum vanda sem staðið er frammi fyrir hverju sinni.
Niðurgreiðsla kostnaðar
Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði við viðtalsmeðferð.
Reglurnar eru mismunandi eftir stéttarfélögum.
Hjá Vegvísi Ráðgjöf getur þú fengið upplýsingar og ráðgjöf um þátttöku stéttarfélagsins þíns í slíkum kostnaði.