Lausnamiðuð skammtímameðferð

Hugmyndafræðin byggist á gagnreyndum rannnsóknaraðferðum og klíniskri reynslu síðustu 30 árin. Lausnamiðuð meðferð tekur yfirleitt stuttan tíma aðeins 3-5 skipti. Hugmyndafræðin greinir sig frá hefðbundnum meðferðarnálgunum með því að stöðugt er horft á styrkleika einstaklinga og getu þeirra í stað þess að horfa á veikleika þeirra.

Áhersla er lögð á að sjá lausnir og jákvæðar breytingar í stað vanda og hindrana. Kannað  er hvernig  skjólstæðingurinn upplifir stöðu sína og hvaða breytingum hann vilji koma á með meðferðinni.  

Litið er  á að einstaklingurinn sé sérfræðingur í sínu lífi og hann viti hverju hann þurfi að breyta til að ná fram jákvæðum breytingum. Hins vegar hefur hann enn ekki komið auga á lausnina  og þurfi því aðstoð ráðgjafa eða leiðbeinanda til að setja sér raunhæf markmið og stuðning til að ná markmiðum sínum. Fólk er hvatt til að leita að undantekningu frá vandanum og gera meira af því sem því líður vel með að gera í stað þess að hugsa um hindranir og það sem miður fer.

Unnið er með það sem fólk telur að gangi  vel hjá sér og horft er á hvenær vandinn er ekki til staðar og lausnirnar byggðar á því. Meðferðaraðilinn styður einstaklinginn til þess að finna aðrar leiðir og breyta hegðun sinn til að koma í staðinn fyrir þá hegðun sem takmarkið er að breyta.

Litlar breytingar leiða af sér stærri breytingar. Þegar unnið er út frá hugmyndafræði lausnamiðaðrar nálgunar þá er lögð áhersla á mikilvægi fjölskyldunnar og styrkleika hennar til að koma á jákvæðum breytingum.

Hafa samband