EMDR meðferð

EMDR meðferð vinnur úr áföllum með allt öðrum hætti en hefðbundin viðtalsmeðferð. Segja má að áföll festist í taugakerfinu og þar séu þau frosin í minningunni. Þau áföll sem eru föst í heilanum, taugakerfinu og líkamanum hafa bein og óbein áhrif á einstaklinginn. EMDR aðferðin notar tvíhliða áreiti (bi-lateral stimulation) eins og augnhreyfingar fram og til baka, hljóð í sitthvort eyra, létt bank sitt á hvað í lófa eða á hnén á meðan að einstaklingurinn fer í gegnum atburðinn með aðstoð EMDR meðferðaraðilans.

Þetta er hluti af EMDR ferlinu sem vinnur að því að losa um frosnar minningar og upplifanir. Tvíhliða áreitið hleypir af stað úrvinnslu minninganna í heilanum og taugakerfinu og þær færast yfir í eðlilegt minni. Sá sem er í meðferðinni þarf ekki að lýsa eða útskýra atburðina til að geta unnið úr þeim í þessu ferli.  Þessi aðferð getur dregið úr einkennum og vanlíðan sem hafa verið viðvarandi, aflétt áhrifum í líkamanum og leyst upp kveikjur hjá einstaklingnum og bætt viðhorf hans til sjálfs síns.

EMDR hentar öllum óháð aldri

EMDR er fyrir fólk sem orðið hefur fyrir erfiðri reynslu, upplifað stór eða smá áföll sem trufla líf þess mánuðum og jafnvel árum saman eftir að atvikin áttu sér stað. EMDR hentar börnum, unglingum og fullorðnum (Tekið af heimasíðu EMDR á Íslandi https://www.emdr.is/um-emdr).

Hafa samband