Hvar sem við erum stödd á lífsleiðinni þá tökumst við hvert og eitt á við ólíkar áskoranir.
Erfið reynsla og upplifun í æsku og á fullorðinsárum hefur áhrif á líðan, tilfinningar, hegðun og viðbrögð einstaklinga, og getur mögulega hindrað fólk í því að njóta bestu lífsgæða.
Hjá Vegvísi ráðgjöf er veittur stuðningur, ráðgjöf og meðferð við persónulegum vanda þar sem þörfum hvers og eins er mætt og leitað er skilnings og skýringa á líðan einstaklings. Kennd eru bjargráð og leiðir til að gera jákvæðar breytingar til að bæta líðan og viðhalda árangri.